Innheimtufulltrúi í fjármáladeild

Kópavogsbær Fannborg 2, 200 Kópavogur


Laust er til umsóknar starf fulltrúa í innheimtudeild sem er hluti af fjármáladeild Kópavogsbæjar. Innheimtudeild annast alla innheimtu fyrir Kópavogsbæ auk þess að útbúa reikninga fyrir þjónustu hjá stofnunum bæjarins. Innheimtudeild fylgir allri innheimtu eftir, semur um vanskil og annast gerð og útsendingu greiðsluáskorana. Deildin sér um greiðslur til allra lánadrottna sveitarfélagsins og gerir sjóð upp daglega.

Helstu verkefni

 • Útsending og innheimta reikninga svo sem vegna fasteignagjalda, gatnagerðagjalda, leikskólagjalda, dægradvalar og húsaleigu.
 • Sér um álagningu allra gjalda hjá bænum.
 • Semur við gjaldendur um uppgjör vanskila og fylgir þeim eftir.
 • Annast gerð greiðsluáskorana.
 • Annast frágang vegna greiðslu lóðagjalda við úthlutun lóða, sér um útreikning og frágang á skuldabréfum og þinglýsingum þeirra.
 • Upplýsingagjöf til starfsmanna og viðskiptamanna bæjarins.
 • Sækir og bókfærir allar vélrænar færslur vegna innheimtugjalda.
 • Greiðir reikninga til lánadrottna.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Stúdentspróf af verslunar- eða viðskiptasviði, samvinnu- eða verslunarskólapróf eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
 • Þekking á starfsemi sveitarfélaga kostur.
 • Þekking á opinberum rekstri kostur.
 • Góð þekking á Navision og Excel.
 • Góð samskipta- og samstarfshæfni.
 • Góð íslenskukunnátta og hæfni í ræðu og riti.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sæþór Fannberg, bæjargjaldkeri (fannberg@kopavogur.is), s. 441-0000.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Kópavogs.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is.

Umsóknarfrestur:

17.02.2019

Auglýsing stofnuð:

01.02.2019

Staðsetning:

Fannborg 2, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Skrifstofustörf Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi