Helgarstarf í sundlaugum Kópavogs í sumar

Kópavogsbær Digranesvegur 1, 200 Kópavogur


Í Kópavogi eru tvær sundlaugar þ.e. Kópavogslaug og Salalaug. Laugarnar er opin virka daga frá kl. 06:30 til 22:00 og um helgar frá 08.00 til 20.00. Vinnan hefst 15 mín. fyrir opnun og lýkur 30 mín. eftir lokun. Unnið er á tveimur vöktum virka daga en einni vakt um helgar. 
 
Helstu verkefni og ábyrgð 
Skipta má störfum starfsmanna sundlaugar í þrjú svið sem eru öryggi, þrif og þjónusta. Á vinnustaðnum eru þrjú megin störf sem starfsfólk þarf að leysa af hendi.  


Laugarvörður sem hefur útisvæði og innlaugar sem öryggis- og þrifasvæði. Baðvörður sem gætir öryggis og þrifa í bað- og búningsklefum. Afgreiðsla þar sem sala í laug og á ýmsum vörum fer fram, símsvörun, upplýsingagjöf, þrif og öryggiseftirlit.  
Starfsmenn fá námskeið í fyrstu hjálp, björgun og fleiru. 

Hæfniskröfur 

  • Góð sundkunnátta er áskilin
  • Laugarverðir verða að standast sundpróf, sem er svipað og 10. sundstig grunnskóla.
  • Stundvísi, samstarfseiginleikar, reglusemi, vinnusemi, samviskusemi og þjónustulund 
  • Sundlaugin Versölum er reyklaus vinnustaður. 

Starfsfólk sundlauganna þarf að hafa náð 20 ára aldri.
 
Frekari upplýsingar um starfið 
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og  Starfsmannafélags Kópavogs. 

Minni staðan er frá byrjun júní til loka ágúst.  Unnin er önnur hver helgi.  Vinnutími frá klukkan 11:30 til 20:30 laugardaga og sunnudaga

Starfshlutfall: 29% (mögulega 14,5%) eða 22,5%.  Í báðum tilfellum er að ræða helgarstarf

Starfstímabil:Stærri staðan frá síðari hluta maí til loka ágúst. Unnið er aðra hverja helgi eða eina helgi í mánuði.  Vinnutími frá 07:45 til 20:30, laugardag og sunnudag.  

Námskeið og þjálfun fara fram dagana 20., 21. og 22. maí. 

 

Umsóknarfrestur:

03.03.2019

Auglýsing stofnuð:

11.02.2019

Staðsetning:

Digranesvegur 1, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Sumarstarf


Starfsgreinar
Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi