Forstöðumaður í Tröð í Sumar

Kópavogsbær Digranesvegur 1, 200 Kópavogur


Sumarstarfsmaður óskast í starf forstöðumanns í Tröð

Starfs- og frístundaklúbburinn í Tröð hefur aðsetur við Meltröð 6 í Kópavogi. Klúbburinn er fyrir ungmenni með fötlun á aldrinum 17 til 25 ára. Í klúbbnum er boðið uppá atvinnu- og frístundaúrræði sem sniðið er að þörfum og getu hvers einstaklings.  

Helstu verkefni og ábyrgð 

 • Stjórnun og skipulag á innra starfi, umsjón og leiðsögn á vinnu - og tómstundatengdum verkefnum.
 • Setur upp einstaklingsmiðað skipulag fyrir ungmennin, sér um samskipti og kynningu á starfinu gagnvart forráðamönnum og við tengiliði fyrirtækja/stofnana vegna starfa. 
 • Forstöðumaður sér um viðtöl við leiðbeinendur og gerð ráðningarsamninga fyrir leiðbeinendur og ungmenni. Forstöðumaður sér um að halda fjárhagsbókhald sumarstarfsins og skilar skýrslu.
 • Næsti yfirmaður er deildarstjóri frístundadeildar Menntasviðs Kópavogs. 


Menntunar – og hæfniskröfur 

 • Háskólamenntun BA/BS próf á sviði sálfræði-, félags- og tómstunda og/eða uppeldis- og menntunarfræða skilyrði. 
 • Reynsla af störfum með börnum, unglingum eða ungmennum með fötlun skilyrði. 
 • Þekking og/eða reynsla af rekstri og stjórnun sem nýtist í starfi æskileg. 
 • Hæfni í framsetningu texta og góð almenn tölvukunnátta æskileg. 
 • Krafist er hæfni í samskiptum. 
 • Frumkvæði og sjálfstæði í störfum.  
 • Skipulögð og fagleg vinnubrögð.  


Frekari upplýsingar 
Vinnutími  er frá kl. 08:00 - 16:00 eða 09:00 - 17:00. 

Launakjör samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og BHM eða viðkomandi stéttarfélagi. 

Starfshlutfall 100%. Starfstímabil er frá 13. maí  -  23. ágúst. 

Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði. 

Nánari upplýsingar veitir Amanda Karima Ólafsdóttir deildarstjóri frístundadeildar s. 441-000 eða í netfanginu amanda.olafsdottir@kopavogur.is  

Umsóknarfrestur:

03.03.2019

Auglýsing stofnuð:

11.02.2019

Staðsetning:

Digranesvegur 1, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Sumarstarf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi