Forstöðumaður Gerðarsafns

Kópavogsbær Hamraborg 4, 200 Kópavogur


Kópavogsbær leitar eftir öflugum leiðtoga til að stýra Gerðarsafni inn í nýja tíma.

Gerðarsafn var reist í minningu Gerðar Helgadóttur mynd­höggvara og er ætlað að varðveita safneign Gerðar og listaverkaeign Kópavogsbæjar auk þess að safna verkum og miðla þeim í samræmi við menningar­stefnu Kópavogsbæjar, safnalög og siðareglur Alþjóðaráðs safna (ICOM). 

Gerðarsafn er eitt af fimm menningarhúsum Kópavogs, en þau starfa náið saman að skipulagningu viðburða og hátíða undir stjórn forstöðumanns menningarmála í Kópavogi.
Ráðið er í starfið til fimm ára í senn

Helstu verkefni

 • Mótar listræna stefnu Gerðarsafns og ber ábyrgð á metnaðarfullu sýninga- og viðburðahaldi
 • Ber ábyrgð á rekstri safnsins, safnverslunar og samskiptum við rekstraraðila í veitingasölu
 • Hefur frumkvæði að miðlun sýninga og viðburðum gagnvart almenningi og skólahópum
 • Ber ábyrgð á safneign Gerðarsafns og listaverkaeign Kópavogsbæjar
 • Ber ábyrgð á söfnunar- og innkaupastefnu samkvæmt reglum lista- og menningarráðs
 • Undirbýr fjárhags-, launa- og rekstraráætlun safnsins
 • Ber ábyrgð á öflun sértekna og styrkja
 • Þátttaka í almennri stefnumótun menningarmálaflokksins
 • Annast samskipti og sinnir samstarfi við aðrar menningarstofnanir bæjarfélagsins

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Haldbær þekking á myndlist og reynsla af lista- og menningarstarfi
 • Reynsla af rekstri og stjórnun æskileg
 • Reynsla af sýningastjórnun æskileg
 • Hugmyndaauðgi, listrænt innsæi, frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
 • Jákvætt viðmót og lipurð í mannlegum samskiptum
 • Geta til að vinna undir álagi í fjölbreyttum verkefnum
 • Færni til að setja fram mál í ræðu og riti á íslensku og ensku

 Frekari upplýsingar

Stjórn menningarmálaflokksins heyrir undir lista- og menningarráð Kópavogsbæjar.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála í síma 441 7606. 

Einungis er hægt að sækja um starfið í gegnum ráðningarvef Kópavogsbæjar og skal umsókn fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir listrænni sýn og hæfni umsækjanda í starfið.

 

Umsóknarfrestur:

24.03.2019

Auglýsing stofnuð:

08.03.2019

Staðsetning:

Hamraborg 4, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf Stjórnunarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi