Flokkstjóri Þjónustumiðstöð

Kópavogsbær Askalind 5, 201 Kópavogur


Flokkstjóri óskast til að stýra vinnuhópi í skógrækt og uppgræðslu. 

Flokkstjóri í almennum vinnuhópi stýrir vinnuhópi í almennri þjónustu. Helstu verkefni vinnuhópanna eru viðhald og umhirða gatna og stíga, hreinsun og fegrun bæjarins, hreinsun niðurfalla, ýmis málningarvinna og þökulagnir en auk þeirra er ýmis þjónusta við bæjarstofnanir.

Helstu verkefni flokkstjóra 

  • Helstu verkefni vinnuhópanna eru skógræktar og uppgræðsluverkefni, í landi Kópavogs.Allir flokkstjórar halda dagbók og skila vinnuskýrslum með verk- og starfsmannanúmerum fyrir sig og vinnuflokkinn sem undir hann heyrir.
  • Skila skal vinnuskýrslum vikulega.  
  • Ætlast er til að flokkstjóri vinni með vinnuflokknum.
  • Sjá um að tæki og verkfæri í umsjón hans og undirmanna hans séu ávallt í lagi og þrif og annað viðhald framkvæmt reglulega.
  • Sérstaklega skal þess gætt að öryggisatriði séu ávallt í fullkomnu lagi, bæði hvað varðar tækjabúnað og útbúnað vinnuflokksins (persónuhlífar, endurskinsfatnað og fleira).
  • Flokkstjóri í Garðyrkju stýrir vinnuhópi í garðyrkju. Helstu verkefni vinnuhópanna eru beðahreinsun, umhirða gróðurs, hreinsun og umhirða stofnanalóða en auk þeirra er ýmis þjónusta við bæjarstofnanir.  

 

Hæfniskröfur

  • Reynsla af stjórnun eða sambærilegu starfi æskileg.
  • Samviskusemi og jákvæðni
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Umsækjendur skulu vera 20 ára eða eldri.

 

Frekari upplýsingar um starfið 


Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Eflingar. 
 
Starfshlutfall 100%.
Starfstímabilið er frá 13. maí - 16. ágúst 2019.
 
Nánari upplýsingar um starfið eru veittar á skrifstofu Þjónustumiðstöðvar í síma 441-9000 eða í tölvupósti thjonustumiðstod@kopavogur.is

Umsóknarfrestur:

03.03.2019

Auglýsing stofnuð:

08.02.2019

Staðsetning:

Askalind 5, 201 Kópavogur

Starfstegund:

Sumarstarf


Starfsgreinar
Iðnaðarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi