Leiðbeinandi í vegglistargerð

Kópavogsbær Fannborg 2, 200 Kópavogur


Auglýst er eftir leiðbeinanda vegglistamanna

Í sumar munu ungmenni vinna við að skapa vegglistaverk og mála og spreyja á veggi undirgangna í Kópavogi.

Um er að ræða starf í allt að 10 vikur á tímabilinu 27. maí til 2. ágúst 2019. Hlutverk leiðbeinanda verður að veita ungmennum leiðbeiningu og aðhald. Ásamt því að aðstoða við listræna framsetningu og hugmyndavinnu sem og samskiptum við stofnanir bæjarins.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Miðlun á reynslu og þekkingu við vegglistagerð.
  • Umsjón með æfingasvæði ungra vegglistamanna.
  • Skipulag, áætlanagerð og markmiðasetning.
  • Eftirlit með vinnuframlagi, tíma- og verkáætlun vegglistamanna.
  • Samskipti við stofnanir og fyrirtæki í bænum.

Hæfniskröfur

  • Umsækjendur þurfa að vera fæddir árið 1997 eða fyrr.
  • Reynsla og/eða menntun sem nýtist í vegglistagerð er skilyrði.
  • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi.

Frekari upplýsingar um starfið

Launakjör er samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar við Starfsmannafélag Kópavogs.

 

Umsóknarfrestur:

03.03.2019

Auglýsing stofnuð:

08.02.2019

Staðsetning:

Fannborg 2, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Sumarstarf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir Þjónustustörf Iðnaðarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi