Flokkstjóri í vegglistargerð í Molanum

Kópavogsbær Fannborg 2, 200 Kópavogur


Auglýst er eftir flokksstjóra vegglistamanna

Um er að ræða starf í allt að 10 vikur á tímabilinu 29. maí til 4. ágúst 2019.Í Molanum munu fimm einstaklingar vinna að vegglistargerð í sumar. Leiðbeina þarf sumarstarfsmönnum við undirbúning, hugmyndavinnu, skissugerð, framkvæmd og frágang.

Verkefnið er að skapa vegglistaverk og mála og spreyja því á veggi undirgangna sem verða fyrir valinu. Leiðbeina þarf hópnum og stýra þarf verkefninu. 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Miðlun á reynslu og þekkingu við vegglistagerð.
  • Skipulag, áætlanagerð og markmiðasetning.
  • Eftirlit með vinnuframlagi og tímaskráning vegglistahóps.
  • Samskipti við stofnanir og fyrirtæki í bænum.

Hæfniskröfur

  • Umsækjendur þurfa að vera fæddir árið 1999 eða fyrr.
  • Reynsla og/eða menntun sem nýtist í vegglistagerð er skilyrði.
  • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi.

Frekari upplýsingar um starfið Launakjör samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar við Starfsmannafélag Kópavogs.

Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Molans í símum 441 9290 / 840 2609 eða á tölvupóstgfanginu molinn@molinn.is.

Umsóknarfrestur:

03.03.2019

Auglýsing stofnuð:

08.02.2019

Staðsetning:

Fannborg 2, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Sumarstarf


Starfsgreinar
Þjónustustörf Kennsla og rannsóknir Iðnaðarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi