Fjölbreytt hlutastarf í félagsmiðstöðum

Kópavogsbær Fannborg 2, 200 Kópavogur


Frístundadeild menntasviðs Kópavogsbæjar auglýsir eftir frístundaleiðbeinanda í félagsmiðstöðvarnar Kúluna og Þebu

Menntasvið Kópavogsbæjar sameinar málefni grunnskóla, leikskóla, íþrótta og frístunda í Kópavogi. Undir frístundadeild sviðsins heyra félagsmiðstöðvar barna og unglinga, frístundaklúbbur og ungmennahús auk félagsmiðstöðva eldri borgara.

Mikilvægt að viðkomandi hafi hæfni í mannlegum samskiptum og einlægan áhuga og ánægju af að vinna með börnum og unglingum. Frístundaleiðbeinandi hefur umsjón með og skipuleggur hópastarf og verkefni tengdum menningar, félags- og forvarnarstarfi starfsstaðanna. Hann vinnur í anda lýðræðis á starfsstaðnum og vinnur markvisst að því að auka sjálfstæði, ábyrgð og virkni þeirra sem taka þátt í starfinu.

Ráðningarhlutfall og tími
Um er að ræða 33-50% starfshlutfall á báðum stöðum.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Diplómanám í uppeldis-eða tómstundafræðum æskileg, ekki skilyrði
  • Reynsla af störfum með börnum og unglingum æskileg
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og sjálfstæði í störfum
  • Skipulögð og fagleg vinnubrögð
  • Góð kunnátta í íslensku æskileg

 

Frekari upplýsingar
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Kópavogs.

Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði. 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Amanda K. Ólafsdóttir í síma 441-0000/665-2189 (amanda.olafsdottir@kopavogur.is) 

Karlar jafnt sem konur er hvattir til að sækja um starfið. 

Einungis er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

 

 

 

 

Umsóknarfrestur:

21.01.2019

Auglýsing stofnuð:

07.01.2019

Staðsetning:

Fannborg 2, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Hlutastarf


Starfsgreinar
Þjónustustörf Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi