Deildarstjóri í leikskólann Kópahvol

Kópavogsbær Fannborg 2, 200 Kópavogur


Leikskólinn Kópahvoll óskar eftir að ráða deildarstjóra

Kópahvoll er fjögurra deilda skóli með 80 börnum. Skólinn starfar samkvæmt aðalnámskrá leikskóla með áherslu á lífsleikni, samskipti, list og leik. Við skólann starfar reynslumikill hópur kennara og starfsmanna sem leggur áherslu á að gera góðan skóla betri alla daga. Unnið er að því að taka inn hugmyndafræðina „uppeldi til ábyrgðar“ og erum við svo heppin að hafa til þess öflugan faghóp.

Leikskólinn er staðsettur á fallegum stað við Víghólinn í Kópavogi sem er friðað leik- og útivistarsvæði. Kóphvoll er þátttakandi í vináttuverkefni Barnaheilla og þróunarverkefninu snemmtæk íhlutun. Sjá nánar á: http://kopahvoll.kopavogur.is

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leikskólakennari eða önnur uppeldismenntun.
  • Ábyrgð og jákvæðni í starfi
  • Sjálfstæði, metnaður í vinnubrögðum og skipulagshæfni.
  • Góð íslenskukunnátta
  • Almenn, góð tölvukunnátta

Ráðningartími og starfshlutfall

  • Um fullt starf er að ræða eða eftir samkomulagi
  • Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 8. ágúst 2019.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingar má finna á http://ki.is

Þeir sem ráðnir eru til starfa í leikskólum Kópavogs þurfa að skila inn sakavottorði.

Nánari upplýsingar veitir Halla Ösp Hallsdóttir, leikskólastjóri í s. 441 6501/ 663 0503.

Umsóknarfrestur:

07.08.2019

Auglýsing stofnuð:

11.07.2019

Staðsetning:

Fannborg 2, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi