Skemmtilegur matreiðslumaður

Kópasteinn Hábraut 1, 200 Kópavogur


Leikskólinn Kópasteinn er 4ra deilda leikskóli með um 73 börn, staðsettur í Borgarholtinu – Hábraut 5.  

Helstu verkefni og starfshlutafall
Matreiðslumaður ber ábyrgð á matreiðslu, innkaupum, stjórnun í eldhúsi, skipulagningu verkefna, uppáskrift reikninga og framkvæmd starfsins í eldhúsi og þvottahúsi í samvinnu við leikskólastjóra.

Aðstoðarmatráður heyrir undir matráð, sér um þvotta-þrif, aðstoðar við matseld og leysir matráð af.

 

Hæfniskröfur

  •        Menntun á sviði matreiðslu og/eða reynsla af matreiðslu í         stóreldhús.
  •       Góð þekking á næringarfræði og rekstri mötuneyta.
  •       Skipulagshæfni, sjálfstæði og hæfni til verkstjórnar.
  •       Nákvæmni í vinnubrögðum.
  •      Jákvætt viðmót og þjónustulund.
  •      Snyrtimennska, áreiðanleiki.
  •      Góð íslenskukunnátta skilyrði.

Frekari upplýsingar
Um er að ræða 100% starf.
Í leikskólanum er matreitt fyrir u.þ.b 100 manns.
Lögð er áhersla á hollustu og fjölbreytni.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

 Þeir sem ráðnir eru til starfa á leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 20. ágúst. Upplýsingar gefa Heiða Björk Rúnarsdóttir leikskólastjóri, og Linda Olsen aðstoðarleikskólastjóri í síma 441-5700. 

ATH. leikskólinn er lokaður til 8.ágúst nk.

 Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

 Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Umsóknarfrestur:

20.08.2019

Auglýsing stofnuð:

31.07.2019

Staðsetning:

Hábraut 1, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Veitingastörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi