Leikskólakennari í Kópastein

Kópasteinn Digranesvegur 1A, 200 Kópavogur


Leikskólakennari óskast í Kópastein

Starfað er samkvæmt aðalnámskrá leikskóla með áherslu á lífsleikni og samskipti, tónlist, skapandi starf, útiveru, upplifun og gleði. Kjörorð skólans eru „gaman saman“. Kópasteinn er umhverfisvænn skóli. Við skólann starfar reynslumikill hópur kennara og starfsmanna sem leggja áherslu á að gera góðan skóla betri alla daga. Skólinn er staðsettur við Borgarholtið, Hábraut 5, og þaðan er stutt í allar menningarstofnanir bæjarins.

Menntunar-  og hæfniskröfur

  • Leikskólakennari og/eða önnur uppeldismenntun
  • Sjálfstæði, sveigjanleiki og metnaður í vinnubrögðum
  • Leitað er að ábyrgum og jákvæðum einstaklingi
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Íslenskukunnátta skilyrði

Ráðningartími og starfshlutfall

  • Um er að ræða 100% starf.
  • Staðan er laus frá hausti 

Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ. 

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara. Leiðbeinendur taka laun eftir kjarasamningi SFK. Þeir sem ráðnir eru til starfa á leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið

Upplýsingar gefa Heiða Björk Rúnarsdóttir leikskólastjóri og Linda Olsen aðstoðarleikskólastjóri í síma 441-5700

Einnig má senda fyrirspurnir á kopasteinn@kopavogur.is 

 

Umsóknarfrestur:

30.08.2019

Auglýsing stofnuð:

09.08.2019

Staðsetning:

Digranesvegur 1A, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi