Fagleg stjórnun og viðskiptatengsl

KOMPÁS Laugavegur 178, 105 Reykjavík


Sérfræðingar í verkfærum faglegrar stjórnunar og viðskiptatengslum.

KOMPÁS Þekkingarsamfélagið leitar eftir sérfræðingi / sérfræðingum til að byggja upp verkfærakistu KOMPÁS og samstarf með nýjum og núverandi þátttakendum í Þekkingarsamfélaginu.


Starfsmann vantar til að vinna efni skv. skilgreindum gæðaferlum inn í verkfærakistu KOMPÁS. Í því felst að vera í samskiptum við þátttakendur og aðra sérfræðinga eða reynsluríka stjórnendur. Setja upp þekkingu þeirra á hagnýtu formi, t.d. sem verkferla, eyðublöð, gátlista, vinnulýsingar sem og miðlun annarrar fræðslu og þekkingar er nýtist Þekkingarsamfélaginu. Viðkomandi þarf einnig að geta verið í samskiptum við og stýrt vinnuhópum í efnisvinnslu.


Til greina kemur að ráða tvo starfsmenn þar sem auka þarf styrk KOMPÁS í að virkja og styrkja tengsl við nýja og núverandi þátttakendur í Þekkingarsamfélaginu. Það starf fæli í sér markaðssetningu, öflun nýrra þátttakenda, nýta samfélagsmiðla, útgáfu fréttabréfa og annað sem eflir ávinning þátttakenda í Þekkingarsamfélaginu.


Þörf er á öflugum og fjölhæfum einstaklingi/-um sem vilja leggja sitt af mörkum við eflingu faglegrar stjórnunar og uppbyggingu Þekkingarsamfélagsins.


Menntunar- og hæfniskröfur:
Háskólamenntun er nýtist í starf.
Viðkomandi búi yfir góðri þekkingu og reynslu á sviði faglegrar stjórnunar.
Markaðs- og sölumál og nýting samfélagsmiðla.
Mjög góð samskiptahæfni, gott tengslanet og þekking á atvinnulífinu.
Góð ritfærni. Íslenska, enska og æskilegt eitt Norðurlandamál.
Skipulögð og öguð vinnubrögð. Geta unnið sjálfstætt í krefjandi aðstæðum.
Góð þekking og reynsla á notkun hugbúnaðar er nýtist í starfi.


Viðkomandi þarf að koma af miklum krafti til starfa, vera reiðubúin til að ganga í fjölbreytt störf til að mæta þeim væntingum sem gerðar eru til KOMPÁS Þekkingarsamfélagsins. Í því getur einnig falist verkefni við áframhaldandi þróun vefsins, öflun fjármagns til frekari vaxtar, erlend samskipti, starfa með vinnuhópum og vera í nánu samstarfi við lykil hagsmunaaðila að baki KOMPÁS Þekkingarsamfélagsins.


KOMPÁS er samstarfsvettvangur fjölda fyrirtækja, stofnana, háskóla, fræðsluaðila, stéttarfélaga og fleiri um miðlun hagnýtrar þekkingar, sbr. verkferla, eyðublaða, gátlista, vinnulýsinga, samninga, reiknivéla, myndbanda og fleira. Í dag eru yfir 2.700 skjöl og myndbönd í verkfærakistu KOMPÁS.


Æskilegt er að umsókn fylgi kynningarbréf þar sem tilgreint er hvernig hæfileikar viðkomandi nýtast í starfi og hvað viðkomandi getur gert fyrir Þekkingarsamfélagið.


Nánari upplýsingar veitir Björgvin Filippusson bf@kompas.is s: 864 4604.

Umsóknarfrestur:

21.01.2019

Auglýsing stofnuð:

07.01.2019

Staðsetning:

Laugavegur 178, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Stjórnunarstörf Sérfræðistörf Sölu- og markaðsstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi