Deildarstjóri í Klettabæ

Klettabær Reykjavíkurvegur 68, 220 Hafnarfjörður


Deildarstjóri Þjónustumiðstöðvar og hvíldardvala.

Klettabær ehf leitar eftir öflugum deildarstjóra til starfa. Klettabær rekur skammtíma- og langtíma búsetu auk þjónustumiðstöðvar fyrir börn og ungmenni með margþættan vanda. 

Í starfi okkar höfum við að leiðarljósi að skapa börnum og ungmennum öruggt og heimilislegt umhverfi. 

Helstu verkefni og ábyrgð
Ber faglega ábyrgð á og hefur umsjón með framkvæmd þjónustu sinnar einingu.
Sýrir daglegum störfum annarra starfsmanna í samráði við forstöðumann og fagteymi.
Veitir leiðsögn og tilsögn um framkvæmd þjónustu og tekur virkan þátt í þróunar- og uppbyggingarvinnu.
Starfar skv. persónuverndarstefnu og öryggisreglum Klettabæjar.

Hæfniskröfur

Menntun sem nýtist í starfi er æskileg.
25 ára og eldri.
Reynsla af því að starfa með fólki skilyrði.
Sveigjanleiki og færni í mannlegum samskiptum.
Þarf að geta unnið náið með öðrum.
Þekking á einhverfu og hagnýtri atferlisgreiningu æskileg.
Frumkvæði og jákvæðni í starfi.
Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Hreint sakavottorð í samræmi við lög.

Bæði kyn eru hvött til að sækja um starfið. Framtíðarstarf í boði. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. 

Umsókn ásamt ferilskrá skal senda á umsokn@klettabaer.is.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Drífa Lind Harðardóttir mannauðsstjóri Klettabæjar - drifa.lind@klettabaer.is eða í síma 537-7440. www.klettabaer.is 

 

 

Auglýsing stofnuð:

29.10.2018

Staðsetning:

Reykjavíkurvegur 68, 220 Hafnarfjörður

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Þjónustustörf Stjórnunarstörf Heilbrigðisþjónusta

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi