Arnarlax
Arnarlax
Arnarlax er leiðandi laxeldisfyrirtæki á Íslandi með megin starfsemi á Vestfjörðum með höfuðstöðvar á Bíldudal, ásamt sölu, og hluta af fjármála- og viðskiptaþróunardeildar okkar í Reykjavík. Arnarlax er samþætt fyrirtæki, með rúmlega 150 starfsmenn, sem starfar á öllum stigum virðiskeðjunnar með eigin seiðaframleiðslu, sjóeldi, vinnslu og söludeild með starfsemi í 5 sveitarfélögum.

Kerfisstjóri (System administrator)

Arnarlax leitar að metnaðarfullum og áhugasömum kerfisstjóra til að ganga til liðs við öflugt IT teymi félagsins og aðstoða þar við þróun og viðhald tæknilausna og upplýsingakerfa. Verkefnin eru fjölbreytt og krefjandi, bæði til lands og sjávar.

Framundan eru spennandi tímar í starfsemi Arnarlax og mun upplýsingatækni hafa þar mikilvægu hlutverki að gegna.

Helstu verkefni og ábyrgð
Daglegur rekstur á netþjónum, gagnagrunnum og aðgangsstýringum
Uppsetning tækjabúnaðar bæði á sjó og landi
Samskipti við innri og ytri viðskiptavini félagsins
Þátttaka í stefnumarkandi vinnu um öryggis- og upplýsingatæknistefnu félagsins
Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
Reynsla eða menntun sem nýtist í starfi
Reynsla af rekstri Microsoft kerfa er kostur
Reynsla á IT öryggismálum er kostur
Reynsla af notkun Jira og Navision er kostur
Góð þjónustulund og samskiptahæfni
Góð íslensku- og enskukunnátta
Árangursmiðað hugarfar og skipulagshæfni
Fríðindi í starfi
Flutningastyrkur ef við á
Spennandi vinnuumhverfi í ört vaxandi atvinnugrein
Góð tækifæri til að þróast, bæði persónulega og faglega
Fjölbreytt verkefni, námskeið og þjálfun
Stuðningur til náms á því sviði sem starfið tekur til
Samkeppnishæf laun
Auglýsing stofnuð23. september 2022
Umsóknarfrestur1. október 2022
Starfstegund
Staðsetning
Borgartún 25, 105 Reykjavík
Strandgata 1, 465 Bíldudalur
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.