Gestamóttaka - Næturvakt

Keahotels ehf Þórunnartún 4, 105 Reykjavík


Storm Hótel óskar eftir að ráða jákvæðan og þjónustulipran einstakling til starfa í gestamóttöku á næturvaktir.

Á næturvakt er unnið á 12 tíma vöktum frá kl 19:30 til 07:30, aðra hvora viku í 7 daga í senn.

Starfssvið er m.a. inn- og útritun, bókanir, reikningagerð, upplýsingagjöf og þjónusta við gesti o.fl.

 

Hæfniskröfur:

Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli skilyrði

Sjálfstæð vinnubrögð og lausnamiðuð hugsun

Þekking/reynsla af Navision bókunarkerfi eða sambærilegu kerfi kostur

Framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfni

Reynsla af þjónustustörfum / störfum í ferðaþjónustu æskileg

Aðeins reyklausir aðilar koma til greina

 

Um framtíðarstarf er að ræða og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega.

 

Storm Hótel er glæsilegt þriggja stjörnu hótel við Þórunnartún 4 í Reykjavík. Hótelið er eitt af átta hótelum Keahótela ehf. www.keahotels.is

 

Auglýsing stofnuð:

17.01.2019

Staðsetning:

Þórunnartún 4, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Þjónustustörf Skrifstofustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi