Starfskraftur í Jurtaapótek

JURTAAPÓTEK Skipholt 33, 105 Reykjavík


Vantar starfskraft sem hefur mikinn áhuga á heilbrigðum lífstíl og náttúrulækningum.  Við erum fyrirtæki sem notum langmest af lífrænum efnum í okkar vörur, engin aukaefni.  Handgerum langflest.   

 

Starfssvið

 1. Framleiðsla á jurtavörum.
 2. Skráning á framleiðslu í DK kerfi.
 3. Sala- og þjónusta við viðskiptavini.
 4. Taka saman pantanir fyrir net og verslanir.
 5. Skráning á erlendum reikningum í DK ( fær kennslu)
 6. Þrif.  Við skiptum því á milli.
 7. Áfyllingar í hillur.
 8. Passa að heimasíðan sé rétt, taka vörur sem eru uppseldar út og setja inn texta sem við á.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Þjónustulund.
 • Góð tölvukunnátta æskileg, kostur ef reynsla af DK.
 • Sjálfstæði og áræðni í starfi.
 • Drifkraftur 
 • Hæfni til tjáningar í riti.
 • Hæfni í samskiptum.
 • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
 • Áhugi á heilsutengdum vörum.

Jurtaapótekið starfar eftir grunngildunum.

Hjálpsemi – starfsemin miðast við að hjálpa og stuðla að almennri vellíðan.
Þekking – Jurtaapótekið leitast við að nýta og efla þekkingu starfsmanna til þess að veita ráðgjöf við ýmis konar heilsufarslegum vandamálum.
Sjálfbærni – Hugmynd Jurtaapóteksins um sjálfbærni byggir á því að benda á þann lækningamátt sem felst í nýtingu náttúruafurða í stað kemískra efna.

 

Umsóknarfrestur:

20.02.2019

Auglýsing stofnuð:

07.02.2019

Staðsetning:

Skipholt 33, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Iðnaðarstörf Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi