Markaðs- og þjónustustjóri

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgata 41, 101 Reykjavík


Þjóðminjasafn Íslands auglýsir laust til umsóknar starf markaðs- og þjónustustjóra. Í boði er áhugavert og krefjandi starf þar sem reynir á frumkvæði, samskiptahæfni og þjónustulund. Um nýtt starf er að ræða á fjármála- og þjónustusviði safnsins.


Helstu verkefni og ábyrgð

 • Umsjón með markaðsmálum Þjóðminjasafns Íslands.
 • Samskipti við auglýsingastofur, prentsmiðjur og öflun tilboða.
 • Umsjón með þjónustu við gesti safnsins.
 • Markaðs- og þjónustustjóri er yfirmaður starfsfólks í sýningargæslu í Þjóðminjasafni, Suðurgötu.
 • Öflun og viðhald tengsla við fjölmiðla, ferðamálaiðnaðinn, menningar- og atvinnulíf.
 • Markaðs- og þjónustustjóri tekur jafnframt þátt í öðrum verkefnum sem heyra undir sviðið, s.s. þróun og kynningu á almennri og sérsniðinni þjónustu safnsins og markaðstengdum verkefnum.


Hæfnikröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af markaðs- eða kynningarstörfum.
 • Reynsla af mannaforráðum eða verkstjórn.
 • Góð færni í íslensku og ensku, jafnt töluðu sem rituðu máli.
 • Góð almenn tölvufærni.
 • Rík þjónustulund, lipurð í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót.
 • Frumkvæði, nákvæmni og metnaður í starfi.


Um er að ræða fullt starf og er æskilegt að viðkomandi hefji störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Nánari upplýsingar veitir Þorbjörg Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri fjármála og þjónustu í s. 530 2200 eða á netfangið:  thorbjorg@thjodminjasafn.is og Hildur Halldórsdóttir mannauðsstjóri (hildur@thjodminjasafn.is) í s. 530-2239.

Þjóðminjasafn Íslands er vísinda- og þjónustustofnun og höfuðsafn á sviði menningarminja og rannsókna á menningarsögulegum minjum í landinu. Hlutverk þess er að auka og miðla þekkingu á menningararfi íslensku þjóðarinnar. Þjóðminjasafn Íslands starfar á grundvelli safnalaga nr. 141/2011, lögum um Þjóðminjasafn Íslands nr. 140/2011 og lögum um menningarminjar nr. 80/2012.

 

 

Umsóknarfrestur:

18.01.2019

Auglýsing stofnuð:

02.01.2019

Staðsetning:

Suðurgata 41, 101 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Stjórnunarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi