Vestmannaeyjar - Öflugur stjórnandi óskast

Íslandspóstur Strandvegur 52, 900 Vestmannaeyjar


Pósturinn óskar eftir að ráða kraftmikinn einstakling til starfa sem stöðvarstjóra pósthúss í Vestmannaeyjum.

Stöðvarstjóri ber ábyrgð á daglegu vinnuskipulagi, stjórnun og rekstri pósthússins. Starfið felur í sér að veitt þjónusta á svæðinu sé í samræmi við gæðaviðmið Póstsins.

Hæfniskröfur:

  • Reynsla af rekstri er æskileg
  • Reynsla af stjórnun er æskileg
  • Góð tölvukunnátta
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Góðir samskiptahæfileikar og rík þjónustulund
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í rituðu og töluðu máli

Umsóknarfrestur er til og með 23. júní 2019. Tekið er á móti umsóknum á umsóknarvef Póstsins, www.postur.is.

Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Pósturinn er með Jafnlaunavottun og konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar veitir: Kjartan Flosason, svæðisstjóri, í netfangi kjartan@postur.is

Auglýsing stofnuð:

05.06.2019

Staðsetning:

Strandvegur 52, 900 Vestmannaeyjar

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Stjórnunarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi