Starfsmaður óskast á rafhjól (Hjólapóstur)

Íslandspóstur Fossaleynir 6, 112 Reykjavík


Starfsmaður á rafhjól óskast sem fyrst, viðkomandi mun koma sendingum til skila til viðskiptavina á rafhjóli.

Rafhjólin eru þægileg, umhverfisvæn og skemmtileg leið fyrir starfsfólk að koma sendingum til skila.

Pósturinn leitar að röskum, ábyrgðarfullum og jákvæðum einstaklingi í fullt starf sem hjólapóst.

Dreifing fer fram frá dreifingarstöð okkar að Fossaleyni. Þaðan er sendingum m.a. komið til skila í Árbæ, Grafarvog, Grafarholt og Mosfellsbæ. Æskilegt er að viðkomandi sé með bílpróf.

Umsóknarfrestur er opinn þar sem mikilvægt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Tekið er á móti umsóknum á umsóknarvef Póstsins, www.postur.is.

Pósturinn er með jafnlaunavottun og gullmerki jafnlaunaúttektar PwC og hvetur jafnt konur sem karla til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar veitir: Eyrún Birgisdóttir í síma 517-1144 eða í netfangi eyrunb@postur.is.

Auglýsing stofnuð:

11.02.2019

Staðsetning:

Fossaleynir 6, 112 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi