Starfsmaður á rafhjól óskast (Hjólapóstur)

Íslandspóstur Sólvallagata 79, 101 Reykjavík


Starfsmaður á rafhjól óskast sem fyrst, viðkomandi mun koma sendingum til skila til viðskiptavina á rafhjóli.

Rafhjólin eru þægileg, umhverfisvæn og skemmtileg leið fyrir starfsfólk að koma sendingum til skila.

Pósturinn leitar að röskum, ábyrgðarfullum og jákvæðum einstaklingi í fullt starf sem hjólapóst.

Dreifing fer fram frá dreifingarstöð okkar að Sólvallagötu. Þaðan er sendingum m.a. komið til skila í póstnúmer 101, 103, 105 til 108 og Seltjarnarnes. Æskilegt er að viðkomandi sé með bílpróf.

Umsóknarfrestur er opinn þar sem mikilvægt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Tekið er á móti umsóknum á umsóknarvef Póstsins, www.postur.is 

Pósturinn er með Jafnlaunavottun og hvetur jafnt konur sem karla til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar veitir: Jóhann Þór Ragnarsson í netfangi johannr@postur.is

Auglýsing stofnuð:

15.05.2019

Staðsetning:

Sólvallagata 79, 101 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi