Reykjanesbær, starfsmaður óskast í afgreiðslu

Íslandspóstur Hafnargata 89, 230 Reykjanesbær


Pósturinn óskar eftir að ráða starfsmann í framtíðarstarf við afgreiðslu á pósthúsinu í Reykjanesbæ.

Óskað er eftir jákvæðum einstaklingum með ríka þjónustulund og framúrskarandi samskiptafærni. 

Hæfniskröfur:

  • Góð almenn tölvukunnáttu og ritfærni.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta.
  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð.

Starfið felur í sér almenna afgreiðslu og frágang sendinga.

Vinnutíminn er á bilinu 08:30 til 18:15, þ.e. á fljótandivöktum til að byrja með. Þetta er fullt starf alla virka daga.

Umsóknarfrestur er opinn. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Tekið er á móti umsóknum á umsóknarvef Póstsins, www.postur.is.

Pósturinn er með Jafnlaunavottun og Gullmerki jafnlaunaúttektar PwC. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um störfin.

Nánari upplýsingar veitir: Anna María Guðmundsdóttir í netfangi annam@postur.is.

Auglýsing stofnuð:

12.02.2019

Staðsetning:

Hafnargata 89, 230 Reykjanesbær

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi