Akureyri - Bílstjórar og meiraprófsbílstjórar

Íslandspóstur Norðurtangi 3, 600 Akureyri


Pósturinn leitar eftir einstaklingum til að sinna störfum bílstjóra og meiraprófsbílstjóra á Akureyri. Við erum að leita eftir kraftmiklu og ábyrgðarfullu fólki til framtíðarstarfa.

Stundvísi, áreiðanleiki og samviskusemi eru skilyrði. Vinnutíminn getur verið breytilegur.

Hæfniskröfur fyrir meiraprófsbílstjóra:

  • Meiraprófsréttindi (C)
  • Reynsla af akstri vöruflutningabifreiða er kostur
  • Íslenskukunnátta er æskileg

Hæfniskröfur fyrir bæði bílstjóra og meiraprófsbílstjóra:

  • Bílpróf
  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
  • Rík þjónustulund og góða samskiptafærni
  • Góð íslensku- og enskukunnátta (bílstjórar)

Umsóknarfrestur er opinn þar sem mikilvægt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Tekið er á móti umsóknum á postur.is.

Pósturinn er með Jafnlaunavottun og konur jafnt sem karlar eru hvött til sækja um starfið.

Nánari upplýsingar um störf veitir: Reynir Stefánsson í netfangi reynirst@postur.is

Auglýsing stofnuð:

04.07.2019

Staðsetning:

Norðurtangi 3, 600 Akureyri

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Iðnaðarstörf Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi