Sumarstörf í rekstrarstjórnstöð

ISAVIA Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær


Isavia leitar að einstaklega þjónustulunduðum, snyrtilegum og reyklausum einstaklingum sem hafa góða samskiptahæfileika, eru sveigjanlegir og geta unnið undir álagi.

Helstu verkefni eru vöktun kerfa í flugstöðinni ásamt samskiptum við viðskiptavini og starfsmenn. Úthlutun á flugvélastæðum, brottfararhliðum og innritunarborðum. Eftirlit og stýring umferðar í farangurssal flugstöðvarinnar. Móttaka og úrvinnsla allra erinda sem og önnur tilfallandi verkefni. Um vaktavinnu er að ræða.

Hæfniskröfur:

  • Stúdentspróf eða sambærileg menntun
  • Aldurstakmark 20 ár
  • Góð færni í ensku og íslensku er skilyrði
  • Góð tölvukunnátta skilyrði
  • Reynsla af upplýsingakerfum er kostur
  • Umsækjendur þurfa að geta hafið störf í maí og unnið út ágúst.

Umsóknarfrestur er til og með 3. febrúar

Starfsstöð: Keflavík

Umsóknarfrestur:

03.02.2019

Auglýsing stofnuð:

06.01.2019

Staðsetning:

Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Þjónustustörf Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi