Sumarstarf í móttöku á Keflavíkurflugvelli

ISAVIA Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær


Um er að ræða sumarstarf í móttöku Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Leitað er að þjónustulunduðum, snyrtilegum einstakling sem hefur góða samskiptahæfileika og er með lipra og þægilega framkomu. Starfið felst í símsvörun og móttöku viðskiptavina auk almennra skrifstofustarfa og skráninga. Vinnutími er frá kl: 8-16 virka daga.

Hæfniskröfur:

  • Reynsla af sambærilegum störfum er kostur
  • Góð tölvukunnátta er skilyrði
  • Gott vald á íslenskri og enskri tungu
  • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði

 

Umsóknarfrestur er til og með 15. mars

Starfsstöð: Keflavík

Umsóknarfrestur:

15.03.2019

Auglýsing stofnuð:

20.02.2019

Staðsetning:

Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær

Starfstegund:

Sumarstarf


Starfsgreinar
Skrifstofustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi