Lögfræðingur

ISAVIA Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær


Isavia auglýsir eftir lögfræðingi til starfa á skrifstofu félagsins í Reykjavík

Í boði er áhugavert og fjölbreytt starf í krefjandi umhverfi.  Leitað er að einstaklingi með meistarapróf í lögfræði auk þess sem æskilegt er að viðkomandi hafi viðbótarnám eða starfsreynslu sem nýtist. 

 Helstu verkefni:

  • Yfirlestur og ráðgjöf vegna samninga og útboðsgagna. 
  • Ráðgjöf vegna innleiðingar EES gerða sem og innlendra reglna.
  • Ýmis önnur og margvísleg lögfræðileg verkefni. 
  • Lögð er áhersla á að umsækjendur geti unnið sjálfstætt að greiningu og úrlausn lögfræðilegra álitaefna.  

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Umsækjendur skulu hafa lokið embættisprófi og/eða meistaraprófi í lögfræði.
  • Þekking og reynsla í Evrópurétti, útboðsrétti, samningarétti,  umhverfisrétti, skipulagsmálum og persónuvernd er kostur.
  • Mjög góð tök á íslenskri og enskri tungu, ásamt rituðu máli. 
  • Gerð er krafa um góða almenna tölvukunnáttu.
  • Viðkomandi þarf að geta sýnt af sér sjálfstæði og frumkvæði í starfi.

Upplýsingar um starfið veitir Karl Alvarsson lögfræðingur, karl.alvarsson@isavia.is

Umsóknarfrestur er til og með 13. janúar  nk.

Starfsstöð: Reykjavík

Umsóknarfrestur:

13.01.2019

Auglýsing stofnuð:

04.01.2019

Staðsetning:

Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi