Verk­efna­stjóri upplýs­inga­tækni­deildar

Innnes Ármúli 13, 108 Reykjavík


Innnes leitar að öflugum og metnaðarfullum verkefnastjóra í upplýsingatæknideild fyrirtækisins.


Innnes er leiðandi og framsækið fyrirtæki í innflutningi, sölu og þjónustu á matvörumarkaði. Fyrirtækið mun flytja starfsemi sína í hátækivöruhús í Korngörðum í árslok 2020 þar sem áherslan verður á sjálfvirkni, hraða og góða þjónustu.

Helstu verkefni:

 • Halda utan um verkefni UT-deildar
 • Tryggja að kröfulýsingar séu uppfylltar
 • Tryggja tímaplön verkefna
 • Stöðufundir og upplýsingagjöf til stjórnenda
 • Samskipti við þjónustuaðila 

Hæfniskröfur:

 • Frumkvæði, drifkraftur, gleði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Góðir skipulagshæfileikar
 • Framúrskarandi samskiptafærni
 • Góð reynsla af verkefnastjórnun
 • Þekking á AX-forritun en reynsla er kostur
 • Reynsla af sérhæfðu vöruhúsi er kostur
 • Góð ensku- og tölvukunnátta
 • Faglegur metnaður og agi í vinnubrögðum
 • Umbótamiðuð hugsun

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. 

Umsóknarfrestur er til og með 21. júlí 2019

Umsóknarfrestur:

21.07.2019

Auglýsing stofnuð:

05.07.2019

Staðsetning:

Ármúli 13, 108 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Upplýsingatækni Stjórnunarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi