Bókari óskast í Inkasso

Inkasso ehf Borgartún 27, 105 Reykjavík


Bókari óskast á skrifstofu Inkasso í Borgartúni

Við leitum að drífandi og metnaðarfullum einstaklingi í 50% starf sem bókari.

Um er að ræða framtíðarstarf hjá spennandi og öflugu fyrirtæki.

Hæfniskröfur og starfssvið:

  • Viðurkenndur bókari eða hagnýt bókhaldsþekking og reynsla af bókhaldsstörfum
  • Hæfni til að geta undirbúið mánaðarleg uppgjör í samstarfi við stjórnendur og haldgóð þekking á fjárhagsbókhaldi
  • Kunnátta á bókhaldskerfinu DK æskileg
  • Sjálfstæði og nákvæmni í starfi
  • Góð færni í Excel, almenn tölvufærni
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og geta starfað bæði  sjálfstætt og í hóp
  • Hreint sakavottorð

Inkasso er eitt af stærstu innheimtufyrirtækjum landsins sem sinnir innheimtu fyrir allar gerðir fyrirtækja, einstaklinga, stofnana og sveitarfélaga.

Við sníðum þjónustu okkar að þörfum hvers og eins og leitumst við að bjóða sveigjanlega og mannlega þjónustu.

Auglýsing stofnuð:

05.12.2018

Staðsetning:

Borgartún 27, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Hlutastarf


Starfsgreinar
Skrifstofustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi