Sérfræðingur í Skráningardeild á Lyfjasviði

Icepharma Lyngháls 13/Krókh, 110 Reykjavík


Icepharma leitar að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi í tímabundið starf (12-15 mán.) 

Viðkomandi þarf að geta hafið störf í apríl/maí. 

Sérfræðingur í Skráningardeild á Lyfjasviði 

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Umsókn með öllu sem lýtur að nýskráningu lyfja og        viðhaldi   markaðsleyfa
  • Samskipti við lyfjafyrirtæki, heilbrigðisyfirvöld og dreifingaraðila

Hæfniskröfur:

  • Lyfjafræðimenntun eða önnur háskólamenntun á sviði raunvísinda
  • Hæfileikar til og ánægja af að vinna kappsamlega, sjálfstætt og skipulega
  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta
  • Góð kunnátta í einu Norðurlandamáli æskileg
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Frumkvæði, fagmennska og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum

Um er að ræða 100% starf. Nánari upplýsingar um starfið veitir Elísabet Tómasdóttir, deildarstjóri skráningardeildar, elisabet.tomasdottir@icepharma.is.

 

Icepharma er í fararbroddi á íslenskum heilbrigðis- og neytendamarkaði. Kjarninn í starfsemi okkar er að auka lífsgæði með öflugu framboði af heilsueflandi vörum. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 100 manns við sölu og markaðssetningu, sérfræðiráðgjöf og þjónustu. Við leggjum áherslu á metnað, frumkvæði, gleði og svigrúm starfsfólks til að vaxa og þróast í starfi.

Sótt er um starfið á ráðningarvef Icepharma: www.icepharma.is / Um Icepharma / Atvinna

Umsóknarfrestur er til 21. janúar 2019.

Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og í samræmi við lög um meðferð persónuupplýsinga.

 

 

 

Umsóknarfrestur:

21.01.2019

Auglýsing stofnuð:

11.01.2019

Staðsetning:

Lyngháls 13/Krókh, 110 Reykjavík

Starfstegund:

Tímabundið


Starfsgreinar
Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi