Störf á Keflavíkurflugvelli 2019

Icelandair Fálkavöllur 13 , 235 Reykjanesbær


Icelandair býður fjölbreytileg og skemmtileg störf í spennandi umhverfi flugheimsins. Við leitum að öflugum einstaklingum í fjölbreytileg og skemmtileg störf hjá fyrirtækinu.

Mikil áhersla er lögð á þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum, reglusemi, stundvísi, sveigjanleika og árvekni. Umsækjendur þurfa í sumum tilfellum að vera tilbúnir til þess að  sækja undirbúningsnámskeið og standast próf, áður en til ráðningar kemur.

Unnið er á vöktum. Ráðningartími getur verið frá mars/apríl og fram í október/nóvember 2019.

 

Farþegaþjónusta

Starfið felst m.a. í innritun farþega, byrðingu og móttöku flugvéla, almennri þjónustu og upplýsingagjöf til viðskiptavina.

Lágmarksaldur er 19 ár, stúdentspróf æskilegt en ekki skilyrði, almenn ökuréttindi. Mjög góð enskukunnátta skilyrði og þriðja mál æskilegt, góð tölvukunnátta sem nýtist í starfi.

 

Tækjaverkstæði

Starfið felst m.a. í viðhaldi og eftirliti tækja og véla sem notuð eru við afgreiðslu flugvéla og í tengdri starfsemi.

Umsækjandi þarf að hafa réttindi í bifvélavirkjun og/eða vélvirkjun. Æskilegt er að umsækjandi sé vanur bílarafmagni. Almenn ökuréttindi og vinnuvélaréttindi æskileg. Umsækjandi þarf að hafa góða íslensku- og enskukunnáttu.

 

Hlaðdeild

Starfið felst m.a. í hleðslu og afhleðslu flugvéla á töskum og frakt.

Lágmarksaldur er 19 ár, almenn ökuréttindi skilyrði ,vinnuvélaréttindi æskileg, enskukunnátta skilyrði.

 

Ræsting flugvéla

Starfið felst m.a. í ræstingu um borð í flugvélum og lagerstörf.

Lágmarksaldur er 18 ár, almenn ökuréttindi og enskukunnátta æskileg.

 

Catering

Starfið felst m.a. í útkeyrslu á vörum og annarri tengdri þjónustu sem fer um borð í flugvélar.

Aldurstakmark er 19 ár. Almenn ökuréttindi og vinnuvélaréttindi æskileg. Umsækjandi þarf að hafa góða íslensku- og enskukunnáttu.

 

Eldhús

Starfið felst m.a. í framleiðslu og pökkun á matvælum ásamt öðrum störfum sem tilheyra matvælaframleiðslu.

Lágmarksaldur er 18 ár. Umsækjandi þarf að hafa góða íslensku- og enskukunnáttu.

 

Frílager

Starfið felst m.a. í lagervinnu og pökkun á söluvörum sem fara um borð í flugvélar.

Lágmarksaldur er 20 ár, góð tölvu- og enskukunnátta er skilyrði.

 

Fraktmiðstöð

Vörumóttaka á inn- og útflutningi.

Lágmarksaldur er 19 ár, Helstu kröfur: tölvukunnátta, almenn ökuréttindi, vinnuvélaréttindi æskileg, enskukunnátta.

 

 

Umsóknir óskast fylltar út á heimasíðu Icelandair, eigi síðar en 20. janúar 2019. 

Umsóknarfrestur:

20.01.2019

Auglýsing stofnuð:

02.01.2019

Staðsetning:

Fálkavöllur 13 , 235 Reykjanesbær

Starfstegund:

Tímabundið


Starfsgreinar
Iðnaðarstörf Þjónustustörf Veitingastörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi