Sérfræðingur - Financial Planning & Analysis

Icelandair Reykjavíkurflugvöllur 1, 101 Reykjavík


Icelandair leitast eftir að ráða sérfræðing í svið fjármálagreininga og -áætlana (e. Financial Planning & Analysis) til þess að þjónusta stjórnendur og svið innan félagsins með algeng fjármálatengd verkefni. Viðkomandi vinnur í teymi sérfræðinga sem vinnur þvert á samstæðu Icelandair Group.

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

 • Tekju- og kostnaðargreiningar (almennar og sértækar)
 • Eftirfylgni með lykilmælikvörðum og greiningu frávika
 • Rekstraráætlanagerð og þróun afkomuspár (e. rolling forecast)
 • Aðkoma að uppgjörsvinnu og leita leiða til einföldunar/sjálfvirknivæðingar
 • Þróa og viðhalda stjórnendaupplýsingum hjá Icelandair Group
 • Almennar og sértækar greiningar eftir þörfum
 • Þátttaka í greiningarfundum með stjórnendum sviða.
 • Aðkoma að fjárhagshluta viðskiptaáætlana og eftir atvikum öðrum slíkum verkefnum þvert á samstæðu.
 • Önnur tilfallandi verkefni deildar


Hæfnikröfur:

 • Háskólapróf í viðskipta-/hagfræði, eða sambærilegum greinum, framhaldsmenntun ákjósanleg
 • Lágmark tveggja ára reynsla af áætlanagerð er skilyrðii
 • Framúrskarandi greiningarhæfni og nákvæm vinnubrögð
 • Viðkomandi verður að sýna mikið frumkvæði, vera árangursdrifinn og metnaðarfullur.
 • Þekking á reikningshaldi
 • Góð kunnátta í Excel; þekking á Cognos og/eða Power BI er kostur
 • Góð kunnátta í ensku og íslensku
 • Samskipta- og hópvinnuhæfileikar


Nánari upplýsingar veita:

Grímur Helgi Pálsson, forstöðumaður Financial Planning & Analysis, grimurp@icelandair.is

Kristján Pétur Sæmundsson, ráðningastjóri, kristjanpetur@icelandair.is

 

Umsóknir óskast útfylltar ásamt ferilskrá og kynningarbréfi eigi síðar en 17. febrúar nk.

Umsóknarfrestur:

17.02.2019

Auglýsing stofnuð:

08.02.2019

Staðsetning:

Reykjavíkurflugvöllur 1, 101 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi