Icelandair Cargo - Sölu- og þjónustufulltrúi

Icelandair Reykjavíkurflugvöllur 1, 101 Reykjavík


Icelandair Cargo ehf. óskar eftir að ráða þjónustulipran og ábyrgðarfullan sölu- og þjónustufulltrúa á skrifstofu félagsins í Reykjavík. Um er að ræða krefjandi starf við þjónustu og söluráðgjöf, og greiningarvinnu þar sem reynir á góða samskiptahæfni, greiningarhæfni, auk skipulagsfærni og nákvæmni í starfi.

Starfssvið:

 • Sölu- og þjónusturáðgjöf
 • Greiningarvinna og útreikningar
 • Umsjón með nýtingu á fraktplássi flugvéla
 • Viðskiptatengsl
 • Önnur skrifstofustörf

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun á sviði viðskipta eða sambærileg menntun
 • Góð almenn tölvukunnátta m.a. á Microsoft Office forrit og Navision
 • Hæfni til að geta unnið undir álagi
 • Jákvæðni og rík þjónustulund og söluhæfileikar
 • Rösk og vandvirk vinnubrögð
 • Góð samskiptahæfni
 • Góð íslensku- og enskukunnátta
 • Hæfni til þess að vinna sjálfstætt sem og undir álagi

Fólk með þekkingu og/eða reynslu úr flugheiminum er sérstaklega hvatt til að sækja um.

 

Nánari upplýsingar veita:

Sigurgeir Már Halldórsson, forstöðumaður innflutnings, smh@icelandaircargo.is

Kristján Pétur Sæmundsson, ráðningastjóri, kristjanpetur@icelandair.is

 

Umsóknarfrestur er til og með 13. febrúar nk.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
 

Umsóknarfrestur:

13.02.2019

Auglýsing stofnuð:

05.02.2019

Staðsetning:

Reykjavíkurflugvöllur 1, 101 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sölu- og markaðsstörf Iðnaðarstörf Þjónustustörf Sérfræðistörf Skrifstofustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi