Matreiðslumaður og morgunverðarkokkur

Icelandair hótel Reykjavík Marina Mýrargata 2, 101 Reykjavík


Icelandair Hótel Reykjavík Marina leitar að starfsfólki í eldhúsi, um er að ræða 3 stöðugildi.

 

Matreiðslumaður - fullt starf

 

Hæfniskröfur

 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla og þekking af sambærilegu starfi æskileg
 • Skipulögð vinnubrögð
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
 • Geta til að takast á við og leysa úr krefjandi verkefnum
 • Snyrtimennska, stundvísi og sveigjanleiki
 • Jákvæðni og vilji til að takast á við fjölbreytt verkefni
 • 2-2-3 vaktakerfi

Starfssvið

 • Ábyrgð á starfsstöð í eldhúsi
 • Ábyrgð á umgengni og umhirðu eldhúss sem að samræma á við  kröfur heilbrigðiseftirlitsins
 • Sinnir nemum af fagmennsku og styður þá
 • Tekur þátt í eldun og plönun starfsmannamats
 • Önnur tilfallandi verkefni
 • Við leitum að öflugum, jákvæðum og drífandi leiðtoga í krefjandi starf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. 

 

Morgunverðarkokkur - framtíðar og sumarstarf

 

Hæfniskröfur

 • Reynsla af starfi úr eldhúsi er kostur
 • Góð samskipta- og samstarfshæfni
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Jákvæðni og vilji til að takast á við fjölbreytt verkefni
 • Snyrtimennska, stundvísi og sveigjanleiki

 Starfssvið

 • Undirbúningur veitinga fyrir morgunverðar hlaðborð
 • Almenn aðstoð í eldhúsi
 • Frágangur og þrif
 • Önnur tilfallandi verkefni
 • Vinnutíminn er 04.30-14.00 (80% starfshlutfall)
 • 2-2-3 vaktakerfi


Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með  20.apríl 2019

Nánari upplýsingar um störfin veitir Árni Þór Jónsson, yfirkokkur, kitchen.marina@icehotels.is

Icelandair hótel eru leiðandi keðja gæðahótela á Íslandi og reka nú alls 21 hótel undir fjórum ólíkum vörumerkjum; Icelandair Hotels, Eddu hótelin, Hilton Reykjavík Nordica og Canopy Reykjavík. Hjá félaginu starfa rösklega 800 manns.

Umsóknarfrestur:

20.04.2019

Auglýsing stofnuð:

11.04.2019

Staðsetning:

Mýrargata 2, 101 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Veitingastörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi