Spennandi starf í ferðaþjónustu

Iceland Unlimited Borgartún 27, 105 Reykjavík


Vegna aukinna umsvifa og fjölmargra spennandi verkefna framundan leitar Iceland Unlimited að nýjum liðsmanni í frábæran hóp ferðaráðgjafa.

Hjá Iceland Unlimited starfar fjölbreyttur hópur öflugra einstaklinga sem taka virkan þátt í hraðri uppbyggingu fyrirtækisins þar sem allir fá tækifæri til að takast á við krefjandi verkefni í góðu starfsumhverfi.

Helstu verkefni:
• Hönnun og skipulagning sérhannaðra ferða
• Sala og umsjón með ferðum
• Samskipti og þjónusta við gesti, fyrir og á meðan dvöl stendur
• Þátttaka í stefnumótandi verkefnum
• Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólmenntun sem nýtist í starfi
• Víðtæk þekking og áhugi á Íslandi og ferðatengdri starfsemi
• Menntun eða reynsla af verkefnastjórnun kostur
• Góð tölvukunnátta og þekking á samfélagsmiðlum
• Mjög gott vald á ensku og íslensku ásamt færni til að tjá sig í ræðu og riti
• Þjónustulipurð, skipulagsfærni, frumkvæði, samskiptahæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð.

Um fullt starf er að ræða og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að senda starfsferilsskrá og kynningarbréf.

Nánari upplýsingar veitir Auður Elísabet Jóhannsdóttir sölustjóri, í síma 415 0602.

Auglýsing stofnuð:

30.07.2019

Staðsetning:

Borgartún 27, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sölu- og markaðsstörf Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi