Ferðamannahvíslari (tourist whisperer)

I Heart Reykjavík Austurstræti 17, 101 Reykjavík


I Heart Reykjavík leitar að jákvæðum og þjónustulunduðum einstaklingum til þess að leiða litla hópa erlendra ferðamanna í vinsælum gönguferðum um miðborg Reykjavíkur. Starfið hentar sérstaklega vel fyrir þá sem hafa gaman af útiveru og að hitta nýtt og skemmtilegt fólk á hverjum degi í því lifandi umhverfi sem borgin okkar er.


Við leitum að einstaklingum sem búa yfir eftirfarandi kostum:

  • Almenn þekking á Reykjavík, sögu hennar og menningu, og Íslandi sem ferðamannastað. 
  • Jákvæðni,þolinmæði og hlýlegt viðmót. 
  • Öryggi í framkomu og reynsla af því að tala fyrir framan hóp. 
  • Jákvætt viðhorf til íslenskrar veðráttu (þar sem í starfinu felst að vera utandyra í alls kyns veðrum).
  • Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður til að ná árangri í starfi
  • Sveigjanleiki og vilji til þess að ganga í önnur störf, gerist þess þörf. 
  • Skyndihjálparnámskeið og reynsla af leiðsögn góður kostur. 
  • Góð enskukunnátta skilyrði. 

 

Við gerum ekki kröfu um ákveðna menntun eða að þú kunnir og vitir allt. Hinsvegar viljum við að þú sért fróðleiksfús og sýnir almennan áhuga á að viða að þér þeirri þekkingu sem upp á vantar. Við kunnum sérstaklega vel að meta einstaklinga sem hafa ástríðu fyrir öllu sem tengist íslenskri menningu, tónlist, handverki, matreiðslu og svo framvegis og hafa ánægju af að deila henni með öðrum.

Unnið er á svokölluðum kokkavöktum (2-2-3) sem þýðir að unnið er aðra hvora helgi. Að öllu jöfnu fer starfið fram á hefðbundnum vinnutíma (8:00-16:00) en það getur að einhverju leyti verið sveigjanlegt. Getur hentað þeim sem sem eru með börn á leikskóla/skólaaldri og þeim sem vilja hafa rúman tíma til að sinna eigin verkefnum.

Um fullt starf er að ræða en einnig gæti 70-80% starfshlutfall komið til greina. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. 

ATH: Eingöngu er tekið við umsóknum hér í gegnum Alfreð. Ferilskrá og kynningarbréf þurfa að fylgja umsókn.

 

Umsóknarfrestur:

30.04.2018

Auglýsing stofnuð:

16.04.2018

Staðsetning:

Austurstræti 17, 101 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi