Vilt þú vinna á skemmtilegum vinnustað?

Húsasmiðjan Skútuvogur 16, 104 Reykjavík


Við leitum að söludrifnum einstaklingum sem eru tilbúnir til þess að bætast í hóp öflugra starfsmanna Húsasmiðjunnar í Skútuvogi. Lögð er áhersla á jákvætt hugarfar og metnað fyrir því að veita framúrskarandi þjónustu.

Um er að ræða nokkur störf:

 • Framtíðarstarf og 100% starfshlutfall í verkfæradeild
 • Framtíðarstarf og 100% starfshlutfall í heimilistækja- og rafmagnsdeild
 • Íhlaupa- og hlutastörf í verkfæradeild, Árstíðardeild og hreinlætis og gólfefnadeild.

Starfssvið:

 • Sala og þjónusta til iðnaðarmanna og einstaklinga
 • Afgreiðsla pantana
 • Almenn umhirða verslunar
 • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Menntun sem nýtist í starfi - iðnmenntun kostur
 • Reynsla af sölustörfum kostur
 • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Metnaður til að takast á við krefjandi verkefni
 • Stundvísi, jákvæðni og heiðarleiki í starfi
 • Gott vald á íslensku
 • Almenn tölvukunnátta

Hvetjum alla áhugasama til að sækja um óháð kyni.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Bjarki Þór Árnason, rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar í Skútuvogi á bjarkia@husa.is.

Gildin okkar eru: Metnaður, þjónusta og sérþekking

Við leggjum ríka áherslu á liðsheild og góð samskipti og í Húsasmiðjunni ríkir skemmtilegur og líflegur starfsandi. Hjá Húsasmiðjunni starfa um 500 starfsmenn með fjölbreyttan bakgrunn. Lögð er rík áhersla á símenntun og fræðslu og að starfsmenn eigi þess kost að eflast og þróast í starfi.

 

 

 

Umsóknarfrestur:

20.08.2019

Auglýsing stofnuð:

07.08.2019

Staðsetning:

Skútuvogur 16, 104 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Iðnaðarstörf Þjónustustörf Sölu- og markaðsstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi