Spennandi framtíðarstarf í Hafnarfirði!

Húsasmiðjan Dalshraun 15, 220 Hafnarfjörður


Leitum að öflugum liðsauka!

Við leitum að einstaklingi sem er söludrifinn með mikla þjónustulund og hefur jákvætt hugarfar til þess að bætast í frábæran hóp starfsmanna í timbursölu og lagnadeild Húsasmiðjunnar í Hafnarfirði.

Um er að ræða framtíðarstarf og 100% starfshlutfall.

Starfið felur í sér ráðgjöf, sölu og afgreiðslu efnis til viðskiptavina, tilboðsgerð og samskipti við verktaka, ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.

Hæfniskröfur:

  • Haldgóð þekking á byggingavörum
  • Iðnmenntun kostur
  • Rík þjónustulund og lipurð í samskiptum
  • Metnaður til að ná árangri í starfi
  • Góð íslenskukunnátta og almenn tölvuþekking
  • Við hvetjum konur jafnt sem karla til þess að sækja um

Nánari upplýisingar um starfið veitir Atli Ólafsson á atliol@husa.is

Við bjóðum upp á góðan starfsanda og heilbrigt starfsumhverfi ásamt því að lögð er rík áhersla á símenntun og fræðslu og að starfsmenn eigi þess kost að eflast og þróast í starfi.  

Gildin okkar eru: Metnaður -  Þjónustulund -  Sérþekking

 

 

Auglýsing stofnuð:

12.03.2019

Staðsetning:

Dalshraun 15, 220 Hafnarfjörður

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sölu- og markaðsstörf Iðnaðarstörf Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi