Fagmannaverslun leitar að liðsauka

Húsasmiðjan Kjalarvogur 12, 104 Reykjavík


Spennandi starf í glæsilegri og nýrri Fagmannaverslun Húsasmiðjunnar í Kjalarvogi

Við leitum að þjónustulunduðum einstaklingi til þess að bætast í öflugan hóp starfsmanna í lagnadeild. Um er að ræða afgreiðslustarf þar sem helstu verkefni eru þjónusta við viðskiptavini, tiltekt pantana og skipulag og umhirða útisvæðis.

Hæfniskörfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi, tækni- eða iðnmenntun er kostur
  • Lyftararéttindi er kostur
  • Þekking á byggingarvörum
  • Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Gott vald á íslensku og ensku
  • Almenn tölvukunnátta

Við bjóðum upp á fyrirmyndar vinnuaðstöðu og mjög gott mötuneyti í nýju og glæsilegu húsnæði. Vinnutæki eru ný og vinnuumhverfið snyrtilegt. Við leggjum ríka áherslu á liðsheild og góð samskipti og í Húsasmiðjunni ríkir skemmtilegur og líflegur starfsandi. Starfsmannafélag Húsasmiðjunnar er mjög öflugt og stendur fyrir fjölbreyttum og skemmtilegum uppákomum yfir árið.

Gildin okkar eru: Metnaður- Þjónustulund- Sérþekking

Við hvetjum konur jafnt sem karla til þess að sækja um. Um er að ræða framtíðarstarf og 100% starfshlutfall. 

Nánari upplýsingar um starfið gefur Finnur Guðmundsson, finnur@husa.is

Umsóknarfrestur:

12.12.2018

Auglýsing stofnuð:

04.12.2018

Staðsetning:

Kjalarvogur 12, 104 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Þjónustustörf Iðnaðarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi