Verkstæðisformaður

Hreinsitækni ehf. Stórhöfði 37, 110 Reykjavík


Hreinsitækni óskar eftir að ráða verkstæðisformann. Um er að ræða 100% starf.

 

Starfssvið

  • Yfirumsjón með viðhaldi og viðgerðum á vinnuvélum og bifreiðum Hreinsitæknis.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntaður bifvéla- eða vélvirki

  • Reynsla í viðgerðum á litlum sem stórum tækjum

  • Reynsla af stjórn verkstæðis

  • Reynsla af varahlutainnkaupum

  • Þarf að tala og skrifa íslensku og ensku

  • Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum

Hreinsitækni ehf., var stofnað árið 1976 og er leiðandi fyrirtæki á sviði gatnahreinsunar, þjónustu á fráveitukerfum, tæmingu rotþróa og úrgangsolíusmölunar.  Hreinsitækni þjónustar öll stærstu sveitarfélög og fyrirtæki landsins.

Tækjafloti Hreinsitæknis er sá öflugasti sem til er á Íslandi í dag. Flotinn er nýlegur og sambærilegur við það besta sem í boði er hvar sem er í heiminum. 

Hjá Hreinsitækni vinnur flottur og fjölbreyttur hópur starfsmanna sem flestir hafa unnið hjá okkur til fjölda ára.

Verkstæði Hreinsitæknis er til húsa að Krókahálsi 16.    Á verkstæðinu starfa að jafnaði fjórir.  Sjá nánar á www.hrt.is

 

Auglýsing stofnuð:

06.08.2019

Staðsetning:

Stórhöfði 37, 110 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Iðnaðarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi