Bifvélavirki - vélvirki

Hreinsitækni ehf. Stórhöfði 37, 110 Reykjavík


Hreinsitækni ehf óskar eftir öflugumstarfskrafti í framtíðarvinnu vegna aukinna verkefna. 

 

Starfssvið

  • Vinna á verkstæði okkar við viðgerð á vélum og bifreiðum.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Próf í bifvélavirkjun, vélvirkjun eða reynsla á sviði bílaviðgerða.

Hreinsitækni ehf., er leiðandi fyrirtæki á sviði sópunar og þvotta á gatnakerfum og gönguleiðum. Félagið var stofnað árið 1976 og hefur starfað óslitið síðan.

Tækjafloti Hreinsitæknis er sá öflugasti sem til er á Íslandi í dag. Flotinn er mjög nýlegur og sambærilegur við það besta sem í boði er hvar sem er í heiminum. Hreinsitækni er nú komið með þá þekkingu og tæki til að geta boðið einstaklingum, fyrirtækjum, sveitar- og bæjarfélögum heildarlausnir í þjónustu á fráveitukerfum og hreinsun á gatna- og gönguleiðum. 

Hjá Hreinsitækni vinnur flottur og fjölbreyttur hópur starfsmanna sem margir hverjir hafa unnið hjá okkur til fjölda ára. Vegna góðrar verkefnastöðu viljum við bæta í hópinn okkar.

 

 

Auglýsing stofnuð:

11.06.2019

Staðsetning:

Stórhöfði 37, 110 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Iðnaðarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi