Deildarstjóri sjúkraþjálfunar Hrafnistu

Hrafnista Brúnavegur 13, 104 Reykjavík


Staða deildarstjóra sjúkraþjálfunar hjá Hrafnistu í Reykjavík er laus til umsóknar. Deildarstjóri er leiðandi og hefur frumkvæði í þróun öldrunarsjúkarþjálfunar innan heimilisins. Í starfinu felst m.a. skipulagning á starfi ásamt daglegum rekstri og stjórnun.

Um er að ræða 100% starf

Starfssvið

 • Stjórnun og rekstur á starfsemi sjúkraþjálfunardeildar
 • Skipuleggur störf starfsfólks í samræmi við þarfir þjónustuþega
 • Sér um eftirlit og mat á gæðum sjúkraþjálfunar
 • Skoðun, mat og meðferð
 • Ráðgjöf og fræðsla til sjúklinga og aðstandenda
 • Teymisvinna

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Íslenskt starfsleyfi sem sjúkraþjálfari
 • Menntun og/eða reynsla í stjórnun er kostur
 • Jákvæðni, frumkvæði og sjálfstæði
 • Góð samskiptahæfni og faglegur metnaður
 • Þekking á RAI mælitækinu er kostur

Við bjóðum upp á jákvæðan starfsanda, áhugaverð verkefni og starf sem er í sífelldri þróun.

Nánari upplýsingar veitir Sigrún Stefánsdóttir í síma 664-9400 eða sigrun.stefansdottir@hrafnista.is

Umsóknarfrestur:

26.06.2019

Auglýsing stofnuð:

12.06.2019

Staðsetning:

Brúnavegur 13, 104 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Heilbrigðisþjónusta

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi