Hótel á landsbyggðinni leitar að starfsfólki

Hótel á landsbyggðinni Skólavörðustígur 11, 101 Reykjavík


Vilt þú vinna á hóteli í ferðamanna paradís á landsbyggðinni?
Hótelið, sem er staðsett í skemmtilegu umhverfi og rétt rúmlega klukkutíma fjarlægð frá höfuðborginni, óskar eftir því að ráða starfsmenn í eftirfarandi stöður:

Hótelstjóri
Við viljum ráða öflugan hótelstjóra sem hefur umsjón með daglegum rekstri hótelsins og veitingastað.

Starfssvið

 • Ábyrgð á daglegum rekstri
 • Umsjón starfsmannamála
 • Ábyrgð og skipulag vakta
 • Almenn stjórnun og þjálfun starfsmanna
 • Dagleg samskipti við starfsfólk og stjórnendur
 • Gæðaeftirlit

Hæfniskröfur

 • Reynsla af hótelrekstri er skilyrði
 • Góður skilningur á bókhaldi og fjármálum
 • Gott auga fyrir smáatriðum
 • Framúrskarandi samskipta- og skipulagshæfni
 • Hæfni til að miðla upplýsingum og hvetja aðra til árangurs
 • Skipulagshæfni, jákvæðni, vandvirkni, frumkvæði og metnaður

 

Markaðsstjóri (50-100% starf)
Við leitum að markaðsstjóra sem er tilbúinn til að takast á við þær áskoranir sem fylgja því að reka hótel á Íslandi í dag.
Leitað er eftir einstaklingi sem

 • -Hefur reynslu sem nýtist í starfi
 • Hefur gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.
 • Hefur þekkingu á mælanlegri markaðssetningu á netinu og viðeigandi tólum.
 • Kann að gera áætlun um mælanlega markaðssetningu, setja hana fram, hrinda henni í framkvæmd og hafa vilja og úthald í að fylgja henni eftir þar til árangri er náð.
 • Er hugmyndaríkur, ákafur og hefur metnað til þess að skara frammúr.

 

Matreiðslumaður
Í starfinu felst að sjá um matreiðslu, gerð matseðla og aðstoð við þróun á veitingastaðnum, panta inn og sjá um að eldhúsið uppfylli ávallt ströngustu kröfur um hreinlæti.
Leitað er eftir reyndum einstaklingi

 • með frumkvæði og metnað til að þróast og sýna árangur í starfi
 • sem er hugmyndaríkur og getur unnið sjálfstætt
 • sem hefur ríka þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum

 

Möguleiki er á húsnæði á svæðinu gegn vægri leigu.

Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að senda umsókn merkta starfi sem sótti er um ásamt ferilskrá fyrir 18. apríl.
Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Umsóknarfrestur:

18.04.2019

Auglýsing stofnuð:

05.04.2019

Staðsetning:

Skólavörðustígur 11, 101 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Stjórnunarstörf Veitingastörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi