Smíðakennari í afleysingu á haustönn

Hörðuvallaskóli Baugakór 38, 203 Kópavogur


Hörðuvallaskóli óskar eftir að ráða smíðakennara í afleysingu á haustönn 2019

Hörðuvallaskóli var stofnaður árið 2006 og starfar undir einkunnarorðunum „það er gaman í skólanum“.  Í skólanum fer fram metnaðarfullt starf með framangreind einkunnarorð að leiðarljósi. Skólinn einkennist af góðum starfsanda og vinalegu viðmóti.  Upplýsingar um skólastarfið má finna á heimasíðu skólans www.horduvallaskoli.is   

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla
  • Þekking og áhugi á kennslu- og uppeldisfræði
  • Einlægur áhugi á að vinna með börnum og unglingum
  • Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Stundvísi og  áreiðanleiki er skilyrði

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ. 

Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði. 

Upplýsingar gefur Þórunn Jónasdóttir skólastjóri í síma 441 3600 eða 694 7127. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið thorunnjona@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

 

 

 

Umsóknarfrestur:

21.08.2019

Auglýsing stofnuð:

09.08.2019

Staðsetning:

Baugakór 38, 203 Kópavogur

Starfstegund:

Tímabundið


Starfsgreinar
Iðnaðarstörf Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi