Aðstoðarforstöðumaður frístundar

Hörðuvallaskóli Baugakór 38, 203 Kópavogur


Hörðuvallaskóli óskar eftir að ráða aðstoðarforstöðumann í Hörðuheima

Hörðuvallaskóli var stofnaður árið 2006 og starfar undir einkunnarorðunum „það er gaman í skólanum“.  Í skólanum fer fram metnaðarfullt starf með framangreind einkunnarorð að leiðarljósi. Skólinn einkennist af góðum starfsanda og vinalegu viðmóti.

Í frístund skólans, Hörðuheimum, er lögð áhersla á að bjóða upp á fjölbreytt viðfangsefni sem byggja að miklu leyti á vali barnanna.  Aðstoðarforstöðumaður er nánasti samstarfsmaður forstöðumanns og vinnur að mótun faglegs starfs og starfsáætlun í samráði við skólastjórnendur og forstöðumann.  

Ráðningartími og starfshlutfall

Um er að ræða tímabundna stöðu frá 1. ágúst – 31. desember 2019
Um fullt starf er að ræða

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun á sviði tómstunda-, uppeldisfræða eða félagsmálafræða er æskileg
  • Reynsla af starfi með börnum og ungmennum er skilyrði
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfi
  • Hæfni til að skipuleggja faglegt starf og veita því forystu
  • Samskiptahæfni, frumkvæði og sköpunargleði.
  • Stundvísi og áreiðanleiki
  • Íslenskukunnátta

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. 

Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.  

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið. 

 

 

Umsóknarfrestur:

25.06.2019

Auglýsing stofnuð:

10.06.2019

Staðsetning:

Baugakór 38, 203 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi