Icelandia
Icelandia
Icelandia

Hópstjóri yfir sölufulltrúum í Hop On / Hop Off

Ferðaskrifstofa Icelandia leitar að drífandi og útsjónarsömum einstaklingi í starf hópstjóra sölufulltrúa fyrir Hop On / Hop Off ferðir í sumar. Hlutverkið felur í sér að hafa umsjón með sölufulltrúum, sjá til þess að vaktir séu mannaðar og vera innan handar til aðstoðar við fulltrúana. Um er að ræða sumarstarf og er unnið skv. 2-2-3 fyrirkomulagi. Óskandi er ef viðkomandi geti hafið störf í lok apríl til byrjun maí.

Ferðaskrifstofa Icelandia er leiðandi ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 600 einstaklingar sem leggja sig fram við að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustuupplifun. Fyrirtækið sinnir ferðamönnum með ólíkri þjónustu sem spannar allt frá rútuferðum til sérsniðinna ævintýraferða.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg umsjón vakta.
  • Mönnun og skipulag.
  • Daglegt uppgjör sölu.
  • Veita upplýsingar til sölufulltrúa og viðskiptavina.
  • Sala á farmiðum.
  • Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla sem nýtist í starfi er kostur.
  • Leiðtogahæfni og sölumennska.
  • Framúrskarandi þjónustulund og skipulagshæfni.
  • Framúrskarandi enskukunnátta er krafa.
  • Góð íslenskukunnátta er kostur.
  • Reynsla af uppgjöri í sölu.
  • Aldurstakmark er 18 ára og eldri.
Auglýsing birt27. febrúar 2025
Umsóknarfrestur16. mars 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
ÍslenskaÍslenska
Valkvætt
Meðalhæfni
Staðsetning
Klettagarðar 12, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.SölumennskaPathCreated with Sketch.UppgjörPathCreated with Sketch.VaktaskipulagPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar