Vaktstjóri óskast

Hópbílar Melabraut 18, 220 Hafnarfjörður


Vegna aukinna umsvifa óska Hópbílar eftir að ráða jákvæðan og metnaðarfullan starfsmann sem vaktstjóra í akstursdeild fyrirtækisins.

Akstursdeildin sinnir almennri þjónustu við viðskiptavini Hópbíla hf. auk þess að sinna ýmsum verkefnum er lúta að innri starfsemi félagsins.

Vakstjóri stjórnar og samhæfir þjónustu fyrirtækis; skipuleggur röð og tímasetningu einstakra þjónustuþátta, nýtingu tækja og mannafla. Hann sinnir einnig símsvörun og móttöku viðskiptavina, margháttaðri upplýsingagjöf til viðskiptavina auk ýmissa áhugaverðra verkefna er lúta að innri starfsemi fyrirtækisins.

Um er að ræða framtíðarstarf. Vinnutíminn er vaktakerfi Hópbíla á hverjum tíma nú: 2-2-3 unnið aðra hverja helgi.

  • Menntunar- og hæfniskröfur:
  • Stúdentspróf eða sambærileg menntun er æskileg en ekki skilyrði
  • Rútupróf
  • Reynsla af svipuðu eða sambærilegu starfi
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum er mikilvæg

 

Einnig má skila inn umsókn á atvinna@hopbilar.is eða hafa samband við Davíð í síma 599-6014.

Umsóknarfrestur:

13.01.2019

Auglýsing stofnuð:

03.01.2019

Staðsetning:

Melabraut 18, 220 Hafnarfjörður

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Þjónustustörf Stjórnunarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi