Sumarstarf hjá frábæru þjónustufyrirtæki

Höldur ehf - Bílaleiga Akureyrar Lagarbraut 4, 700 Egilsstaðir


Við leitum að duglegum, vandvirkum og stundvísum einstaklingi í sumarvinnu á starfsstöð Bílaleigu Akureyrar í Fellabæ.  Í starfinu felst afgreiðsla, akstur og ferjanir á bílum, ásamt þrifum á bílaflotanum.

Við leitum að einstaklingi sem er óhræddur við líkamlega vinnu og hefur náð 17 ára aldri.  Unnið er frá 08:00-18:00 virka daga og aðra hvora helgi.  Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Starfskröfur:

  • Rík þjónustulund
  • Gilt ökuskírteini
  • Lipurð í mannlegum samskiptum
  • Stundvísi
  • Jákvæðni og áreiðanleiki
  • Hreint sakavottorð
  • Enskukunnátta

Upplýsingar um starfið veitir Ólafur Björnsson, stöðvarstjóri s: 461-6072.

Mikilvægt er að ferilskrá og mynd fylgi umsóknum.

Auglýsing stofnuð:

03.07.2019

Staðsetning:

Lagarbraut 4, 700 Egilsstaðir

Starfstegund:

Sumarstarf


Starfsgreinar
Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi