Veitingastjóri Hljómahallar

Hljómahöllin Hjallavegur 2, 260 Reykjanesbær


Hljómahöll auglýsir lausa stöðu veitingastjóra Hljómahallar.

Veitingastjóri Hljómahallar er ábyrgur fyrir allri veitingaþjónustu í húsinu s.s. vínveitingum, aðkeyptri vöru og þjónustu, mönnun á viðburðum, eftirliti og samskiptum við utanaðkomandi veitingamenn auk eftirlits og umsjónar með tengdum tækjum og búnaði Hljómahallar. Um fullt starf er að ræða. Viðkomandi þarf að búa yfir framúrskarandi þjónustulund og vera mjög sveigjanlegur varðandi vinnutíma þar sem viðburðir í Hljómahöll geta verið jafnt á daginn sem og um kvöld og helgar.

Verksvið:

 • Umsjón og eftirlit með allri veitingaþjónustu í húsinu á viðburðum
 • Áætlana- og tilboðsgerð vegna viðburða
 • Ráðningar, mönnun og stjórnun þjónustufólks 
 • Verkefnastjórn, samskipti, ráðgjöf og aðstoð við leigutaka við undirbúning viðburða
 • Samskipti við birgja um vörukaup
 • Umsjón með uppröðun og undirbúningi sala fyrir viðburði
 • Umsjón og eftirlit með eldhúsi, eldhústækjum, borðbúnaði og öðrum tengdum búnaði 
 • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við framkvæmdastjóra

Hæfniskröfur:

 • Menntun eða mikil reynsla sem nýtist í starfi 
 • Framúrskarandi þjónustulund og mikil hæfni í mannlegum samskiptum
 • Mjög góð tölvukunnátta s.s. Word, Excel, tölvupóstur o.fl. og mikil talnagleggni
 • Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
 • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli

Umsækjandi þarf að náð amk. 25 ára aldri.

Umsóknarfrestur er til og með 16. júní n.k.  Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á vef Reykjanesbæjar.

Umsókninni um starfið þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veitir Tómas Young (tomas@hljomaholl.is), framkvæmdastjóri Hljómahallar.

Umsóknarfrestur:

17.06.2019

Auglýsing stofnuð:

29.05.2019

Staðsetning:

Hjallavegur 2, 260 Reykjanesbær

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf Stjórnunarstörf Veitingastörf Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi