Tæknistjóri í Hljómahöll

Hljómahöllin Hjallavegur 2, 260 Reykjanesbær


Hljómahöll auglýsir lausa stöðu tæknistjóra Hljómahallar.

Óskað er eftir reynslumiklum og fjölhæfum einstaklingi með ríka þjónustulund í fullt starf.

Tæknistjóri Hljómahallar ber ábyrgð á öllum tæknimálum í Hljómahöll og stýrir þar öflugu liði tæknimanna. Hann hefur umsjón með tæknimálum sem snerta Rokksafn Íslands, fundar-, ráðstefnu- og tónleikahald í húsinu. Auk þess falla önnur tæknimál hússins undir ábyrgð tæknistjóra s.s. aðgangsstýringakerfi, myndavélakerfi, hússtjórnunarkerfi o.fl. Viðkomandi þarf að hafa hafa brennandi áhuga og metnað fyrir starfi sínu og jafnframt vera óhræddur við að axla ábyrgð.

Hlutverk og ábyrgðarsvið

 • Umsjón með og ábyrgð á öllum tæknimálum Hljómahallar
 • Samskipti við viðskiptavini vegna undirbúnings tæknimála á viðburðum.
 • Umsjón með mönnun annarra tæknimanna á viðburðum.
 • Umsjón með utanumhaldi og viðhaldi tækjabúnaðar hússins.
 • Aðstoð við innkaup á tækjabúnaði í samráði við framkvæmdastjóra.
 • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við framkvæmdastjóra.

Hæfniskröfur

 • Þriggja ára reynsla að lágmarki af tæknimálum á tónleikum, ráðstefnum og fundum eða  sambærileg reynsla.
 • Framúrskarandi þjónustulund og mikil hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Reynsla af hljóðvinnslu á fundum, ráðstefnum og tónleikum.
 • Reynsla af verkefnastjórnun.
 • Þekking á helsta hljóð- og ljósabúnaði fyrir sviðslistir og yfirgripsmikil tölvukunnátta.
 • Metnaður, frumkvæði í starfi og hæfileiki til að geta unnið vel undir álagi.
 • Hæfni til þess að miðla reynslu og þekkingu sinni.
 • Hæfni til að hafa yfirsýn yfir mörg verkefni samtímis.
 • Þekking á QLab, ProTools og Office-pakkanum.
 • Góð íslensku- og ensku kunnátta, bæði í töluðu og rituðu máli.
 • Tæknimenntun sem nýtist í starfi er kostur.

Um Hljómahöll

Hljómahöll er tónlistarhús í Reykjanesbæ sem var formlega opnað 5. apríl 2014. Húsið er mikilvægur vettvangur fjölskrúðugs mannlífs, ráðstefnuhalds, funda og menningarviðburða í bæjarfélaginu. Hið sögufræga félagsheimili Stapi er hluti af Hljómahöll og auk þess er Rokksafn Íslands staðsett í húsinu en því er ætlað að verða aðdráttarafl fyrir innlenda og erlenda ferðamenn sem vilja kynnast og upplifa popp- og rokksögu Íslands. Aðrir salir eru t.d. tónleikasalurinn Berg, fundar- og veislusalurinn Merkines og bíósalurinn Félagsbíó. Í húsi Hljómahallar er Tónlistarskóli Reykjanesbæjar einnig með glæsilega aðstöðu til kennslu.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á vef Reykjanesbæjar. Umsókninni um starfið þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veitir Tómas Young (tomas@hljomaholl.is), framkvæmdastjóri Hljómahallar.

Umsóknarfrestur:

28.04.2019

Auglýsing stofnuð:

08.04.2019

Staðsetning:

Hjallavegur 2, 260 Reykjanesbær

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Upplýsingatækni Iðnaðarstörf Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi