

Hjúkrunarfræðingur - Geðheilsumiðstöð barna
Hefur þú áhuga á að taka þátt í starfi með börnum og unglingum með taugaþroskafrávik og/eða geðrænan vanda?
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar að hjúkrunarfræðingi til starfa hjá Geðheilsumiðstöð barna. Starfað er í þverfaglegu teymi, við ráðgjöf, greiningu og meðferð barna með taugaþroskafrávik og/eða geðrænan vanda. Kennsla og ráðgjöf til annarra fagaðila ásamt vísindastörfum verður einnig mikilvægur hluti af starfinu.
Geðheilsumiðstöð barna (GMB) veitir 2. stigs heilbrigðisþjónustu á landsvísu fyrir fjölskyldur með börn frá meðgöngu að 18 ára aldri. Miðstöðin sinnir greiningu, ráðgjöf og meðferð vegna geð- og þroskavanda barna og unglinga ásamt því að styðja við tengslamyndun foreldra og barna 0-5 ára. Starfshópur GMB er þverfaglegur og vinnur eftir markvissu skipulagi með fagleg gæði að leiðarljósi. Áhersla er á gott viðmót og fjölskyldumiðaða þjónustu. GMB á reglulegt samstarf við þjónustuveitendur víðsvegar um landið og sinnir starfsþjálfun háskólanema á sviðinu.
Um er að ræða 100% ótímabundið starf, ráðið er í starfið frá 1. janúar nk. eða eftir nánara samkomulagi.
- Meðferð og eftirfylgni barna með fjölbreyttan taugaþroska
- Gerð meðferðaáætlana, endurmat og eftirfylgd
- Umsjón og yfirsýn yfir meðferð og úrræði notendahóps
- Þverfagleg teymisvinna
- Þátttaka í þróun og uppbyggingu þjónustu
- Ráðgjöf og fræðsla
- Skipulagning fræðslu til barna og fjölskyldna þeirra
- Námskeiðshald
- Heilsumælingar og ráðgjöf
- Samvinna við aðra fagaðila innan sem og utan stofnunar
- Íslenskt hjúkrunarleyfi skilyrði
- Meistaranám eða diplómanám í geðhjúkrun kostur
- Reynsla sem nýtist í starfi
- Reynsla af þverfaglegri teymisvinnu kostur
- Skipulagshæfni, sjálfstæði, frumkvæði og lausnamiðuð nálgun
- Faglegur metnaður, góð samskiptahæfni og jákvætt viðhorf
- Góð almenn tölvukunnátta
- Góð Íslenskukunnátta, færni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku skilyrði
- Góð almenn enskukunnátta æskileg
Heilsustyrkur
Samgöngustyrkur
Íslenska



















