Viltu bætast í hópinn á nýju skólaári?

Hjallastefnan ehf Vífilsstaðavegur 123, 210 Garðabær


Leikskólinn Hnoðraholt á Vífilsstöðum auglýsir eftir leikskólakennara eða annarri háskólamenntaðri manneskju til starfa.

Um er að ræða framtíðarstarf.

Við leitum að jákvæðum og lífsglöðum einstaklingum sem eru tilbúnir að tileinka sér starfshætti Hjallastefnunnar af gleði og kærleika. Viðkomandi þarf að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og hafa áhuga á jafnrétti og lýðræði í leikskólastarfi.

Leikskólinn Hnoðraholt býður upp á einstaklega gott starfsumhverfi á afar fallegum stað í Garðabæ. Leikskólinn er í tilraunaverkefni um styttingu vinnudags með það að leiðarljósi að aðstoða starfsfólk við að auka lífsgæði sín. Starfsfólk hefur því styttri viðveru með börnum í 100% starfi sem tryggir aukna orku og gleði í starfi með börnum sem og í einkalífi. 

Starfsfólk er í fríu fæði allan vinnudaginn og komið er til móts við séróskir um mataræði. 

Hefur þú áhuga? Sendu inn umsókn á hnodraholt@hjalli.is.

Allar nánari upplýsingar fást með því að senda póst á hnodraholt@hjalli.is eða hringja í síma 555-7810.

Auglýsing stofnuð:

17.07.2019

Staðsetning:

Vífilsstaðavegur 123, 210 Garðabær

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi