Við leitum að samstarfsfólki

Hjallastefnan ehf Nauthólsvegur 87, 101 Reykjavík


Barnaskóli Hjallastefnunnar í Reykjavík auglýsir eftir grunnskólakennurum.

Við leitum að jákvæðum og lífsglöðum einstaklingum sem eru tilbúnir að tileinka sér starfshætti Hjallastefnunnar af gleði og kærleika. Viðkomandi þarf að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og hafa áhuga á jafnrétti og lýðræði í grunnskólastarfi.

Barnaskóli Hjallastefnunnar í Reykjavík er við rætur Öskjuhlíðar í heillandi og skemmtilegu umhverfi. Skólar Hjallastefnunnar starfa að sameiginlegum markmiðum eftir sömu hugmyndafræði en sjálfstæði hvers skóla er mikið. Jafnréttisuppeldi, skapandi hugsun, félagsþjálfun og einstaklingsstyrking eru innviðir hugmyndafræðinnar sem við teljum að geti skipt sköpum í þroska komandi kynslóða. 

Hafir þú áhuga á að sækja um, sendu póst á barnaskolinnrvk@hjalli.is eða hringdu í síma 555-7910. Einnig er hægt að sækja beint um að vef skólans bskrvk.hjalli.is (veldu Starfsumsókn).

Auglýsing stofnuð:

01.07.2019

Staðsetning:

Nauthólsvegur 87, 101 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi